Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Maður kannar gengi hlutabréfa í miðborg Tókýó í Japan.
Maður kannar gengi hlutabréfa í miðborg Tókýó í Japan. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði töluvert í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag, m.a.  vegna styrkingar jensins gagnvart dollar. Það kemur fyrirtækjum í útflutningi illa. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,39 prósent, 238,98 punkta, og endaði í 16.951,93 stigum.

Bandaríkjadollar hefur lækkað um tæp 7 jen síðan í apríl og stendur nú í 110,72 jenum á móti dollar.

Það er hins vegar fjarri að hlutabréf allra fyrirtækja hafi lækkað því skömmu eftir lokun hlutabréfamarkaðarins birti bílaframleiðandinn afkomutölur sínar fyrir fyrsta ársfjórðung. Í þeim kemur m.a. fram að hagnaður fyrirtækisins jókst um 39 prósent á þriggja mánaða tímabili. Gengi bréfa í Toyota hafa hækkað um 67 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×