Viðskipti erlent

Arcelor tók ekki tilboði Mittal Steel

Stjórn stálframleiðandans Arcelor hefur ákveðið einróma að taka ekki yfirtökutilboði breska stálfyrirtækisins Mittal Steel í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 22 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra króna. Að sögn stjórnarinnar var tilboð Mittal Steel vanmat á Arcelor.

Þá hefur stjórnin hvatt hluthafa í fyrirtækinu til samruna við rússneska fyrirtækið Severstal.

Að sögn breska ríkisútvarpsins mun stjórn Arcelor eftir sem áður funda með Mittal Steel og gaumgæfa endurskoðað tilboð fyrirtækisins í Arcelor.

Í niðurstöðu stjórnar Arcelor segir að kaup fyrirtækisins á 68 prósenta hlut í Severstal fyrir 13 milljarða evrur, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskar krónur, sé fýsilegri kostur. Gengið verður til kosninga um samruna fyrirtækjanna á hluthafafundi í lok mánaðarins.

Verði af samruna fyrirtækjanna verður til stærsta stálfyrirtæki í heimi með 46 milljarða króna veltu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×