Viðskipti erlent

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu

Úr þýsku kauphöllinni.
Úr þýsku kauphöllinni. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag þrátt fyrir lækkun á olíuverði en lækkunin hafði áhrif á gengi olíufélaga. Þá lækkaði gengi bandaríkjadals sömuleiðis gagnvart evru. Þá lækkaði gengi Banca Intesa og Sanpaolo IMI, sem munu renna saman í einn, um tæp 2 prósent.

FTSE vísitalan lækkaði um 0,2 prósent skömmu eftir opnun markaða á meginlandinu. Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi er hins vegar lokuð í dag vegna langrar helgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×