Viðskipti erlent

Kaupa mexíkóskt tekílafyrirtæki

Flaska af Jack Daniel's viskíi, sem Brown-Forman framleiðir.
Flaska af Jack Daniel's viskíi, sem Brown-Forman framleiðir.

Bandaríska áfengisfyrirtækið Brown-Forman, sem meðal annars framleiðir Jack Daniel's viskíið og líkjöra á borð við Southern Comfort, greindi frá því í dag að það hefði keypt mexíkóska tekílaframleiðandann Grupo Industrial Herradura fyrir 876 milljónir dala, jafnvirði rúmra 61,3 milljarða íslenskra króna.

Grupo Industrial Herradura framleiðir meðal annars samnefnda tekíladrykki auk El Jimador tekílasf.

Hjá fyrirtækinu, sem í daglegu tali nefnist Casa Herradura, starfa 1.100 manns og námu tekjur þess 200 milljónum dölum eða um 14 milljörðum króna á síðasta ári.

Búist er við að kaupunum ljúki fyrir lok þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×