Viðskipti erlent

Verðlækkun á hráolíu

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Verð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir að olíubirgðir landinu hafi dregist saman á milli vikna. Verðið hefur lækkað um 12 prósent undanfarna mánuði en verðið á hráolíu nú hefur ekki verið lægra síðan í byrjun apríl.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, lækkaði um 10 sent á markaði í New York og fór í 67,40 dali á tunnu. Verð á

Hráolíubirgðir í Bandaríkjunum drógust saman um 2,2 milljónir tunna á milli vikna og nema þær nú 330,6 milljónum tunna, samkvæmt útreikningum orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna sem birtist upplýsingar um olíubirgðir landsins einu sinni í viku. Þrátt fyrir samdráttinn eru birgðirnar 6,2 prósentum meiri en á sama tíma fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×