Viðskipti erlent

Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir

Tölvuteiknuð mynd af einni af vélum Airbus.
Tölvuteiknuð mynd af einni af vélum Airbus.

Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni.

Gengi hlutabréfa í EADS hefur farið niður um fjórðung vegna tafa á framleiðslu vélanna, sem eru stærstu farþegaþotur í heimi. Upphaflega var áætlað að afhenda fyrstu vélarnar á síðasta ári. Það dróst fram til desember og eru líkur á að það muni dragast enn frekar. Stjórnin hefur hins vegar neitað að gefa neitt uppi um frekari seinkun á afhendingu vélanna fyrr en að loknum stjórnarfundi félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×