Viðskipti erlent

Viðræðum bílarisa slitið

Rick Wagoner, forstjóri General Motors.
Rick Wagoner, forstjóri General Motors. Mynd/AFP

Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM) og Carlos Ghosn, forstjóri bílaframleiðendanna Nissan og Renault, slitu viðræðum um mögulegt samstarf í dag. Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal segir forstjórana hafa greint á um of margt.

Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í júlí þegar Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafi í GM sendi stjórn GM bréf þess efnis að Nissan og Renault hefðu áhuga á samstarfi við GM um bílaframleiðslu.

Blaðið segir viðræðurnar hafa helst strandað á því að GM hafi talið sig leggja meira til samstarfsins en hin félögin og bera þar af leiðandi minna úr býtum. Rick Wagoner, forstjóri GM, fór því fram á að GM fengi 20 prósentum meira í sameiginlegu félagi en Nissan og Renault. Sættir náðust ekki og því fór sem fór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×