Viðskipti erlent

Barbie eykur hagnað Mattel

Hagnaður bandaríska leikfangaframleiðandans Mattel nam 239 milljónum bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir rúmum 16,2 milljörðum króna og nokkuð umfram væntingar.  Helsta ástæðan er aukin sala á Barbie-brúðum.

Þetta er ennfremur 6,1 prósentu aukning frá sama tíma í fyrra.

Mattel hefur sett nýja línu af Barbie-brúðum á markað og mun hún keppa um markaðshlutdeild við Bratz-brúður, frá einum helsta keppinauti Mattel, MGA Entertainment. Þetta er þriðji fjórðungurinn í röð sem sala eykst á Barbie-brúðum.

Þá hefur sala á brúðum sem slógu í gegn í sjónvarpsþáttunum Sesame Street einnig aukist nokkuð, sér í lagi ný gerð af brúðunni TMX Elmo sem getur hlegið og slegið á hné sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×