Viðskipti erlent

Tata Steel býður í Corus

Merki Corus.
Merki Corus. Mynd/AFP

Indverski stálframleiðandinn Tata Steel hefur gerði yfirtökutilboð í stálframleiðandann Corus, sem er í eigu enskra og hollenskra aðila. Tilboðið hljóðar upp á 4,1 milljarð punda, jafnvirði 525 milljarða íslenskra króna.

Ef af yfirtökunni verður mun sameinað fyrirtæki verða það fimmta stærsta á sviði framleiðslu á stáli í heiminum. Þetta er jafnframt stærsta yfirtaka indversks fyrirtækis á erlendum samkeppnisaðila.

Greiningaraðilar telja líkur á að kostnaðurinn við yfirtökuna gæti orðið talsvert dýrari og gæti kostað allt að 5,6 milljarð punda. Það svarar til rúmlega 717 milljarða íslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir Corus hafa orðið til árið 1999 með sameiningu British Steel og hollensku samstæðunnar Hoogovens. Þá fyrirtækinu starfa 47.300 starfsmenn víða um heim, þar af 24.000 manns í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×