Viðskipti erlent

Spáir 6,8 prósenta hagvexti í Rússlandi

Frá Moskvu.
Frá Moskvu. Mynd/Getty Images

Alexei Ulyukayev, bankastjóri rússneska seðlabankans, sagði á ráðstefnu um rússnesk efnahagsmál í dag að hagvöxtur í Rússlandi verði um 6,8 prósent á þessu ári. Helsti vöxturinn er í fjárfestingarstefsemi í landinu.

Ulyukayev sagði að þótt vöruskipti hafi aldrei verið jafn góð og nú þá gæti staðan hæglega snúist við ef olíuverð lækkar snögglega.

Þá lagði hann áherslu á að seðlabankinn hefði í hyggju að lækka verðbólgu í Rússlandi úr 8,5 prósentum í 8 prósent á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×