Viðskipti erlent

Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast

Fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins.
Fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mynd/Reuters
Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL).

Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna en hann nam 853 milljónum dala, 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári.

Tekjur námu 10,9 milljörðum dala, jafnvirði rúmlega 738 milljarða íslenskra króna. Þetta er 7 prósenta hækkun á milli ára.

Þá jukust tekjur kvikmyndafyrirtækisins Warner Bros og kapalstöðvarinnar sömuleiðis en bæði fyrirtækin heyra undir Time Warner.

Time Warner hefur hagrætt talsvert í rekstri með það fyrir augum að bæta afkomu AOL. Meðal annars var 5.000 starfsmönnum sagt upp í sumar auk þess sem breskur armur AOL var seldur í sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×