Viðskipti erlent

Samdráttur hjá BMW

Bíll frá BMW.
Bíll frá BMW.

Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce.

Bílaframleiðandinn seldi 323.064 bíla á tímabilinu.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 720 milljónum evra, rúmum 62 milljörðum íslenskra króna, sem er 9,4 prósenta aukning á milli ára. Þetta er hins vegar nokkru undir væntingum greiningaraðila. BMW telur hins vegar líkur á að hagnaðurinn muni aukast á árinu og verði 4 milljarðar evra eða 345,8 milljarðar króna fyrir skatta, sem er aukning á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×