Viðskipti erlent

Hagnaður Euronext jókst um 8 prósent

Euronext.
Euronext. Mynd/AFP
Hagnaður samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext nam 92,28 milljónum evra, um 8,4 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta jafngildir tæplega 8 prósenta meiri hagnaði en á sama tíma í fyrra.

Tekjur markaðarins hækkuðu sömuleiðis um 12 prósent á milli ára en þær námu 262,24 milljónum evra eða 23,8 milljörðum króna.

Euronext rekur hlutabréfamarkaði í París, Amsterdan, í Brussel og í Lissabon í Portúgal. Þá á Euronext afleiðumarkaðinn Liffe í Lundúnum í Bretlandi.

Kauphöllin í Franfurt í Þýskalandi, Deutsche Börse, greindi frá því í gær að hún ætli að hætta öllum yfirtökutilraunum í samevrópska markaðinn. Til stendur að sameina Euronext og Kauphöllina í New York í Bandaríkjunum, NYSE, sem gerði 10 milljarða evru yfirtökutilboð í evrópska markaðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×