Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðverð á hráolíu hækkaði lítillega í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við nokkurri eftirspurn eftir eldsneyti vestanhafs um helgina en Þakkargjörðarhátíðin er nú að renna þar í garð.

Verð á hráolíu hækkaði um 7 sent og fór í 59,25 dali á tunnu.

Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í vikunni, ekki síst á miðvikudag eftir að vikuleg skýrsla bandaríska orkumálaráðuneytisins sýndi að olíubirgðir í Bandaríkjunum hefðu aukist um 5,1 milljón tunnur á milli vikna, sem var langt umfram væntingar greiningaraðila.

Þá hefur heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkað um 23 prósent síðan verðið náði sögulegu hámarki um miðjan júlí í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×