Viðskipti erlent

Hráolíuverð yfir 30 dölum

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir 63 dali á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar. Helsta ástæðan eru niðurstöður vikulegrar skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytsins sem kom út í gær en hún sýndi að eldsneytisbirgðir landsins hefðu minnkað á milli vikna. Verð á hráolíu hefur ekki verið hærra í tvö mánuði.

Verð á hráolíu hækkaði um 44 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 63,07 dali á tunnu. Verðið hefur ekki verið hærra síðan í byrjun október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×