Viðskipti erlent

Vodafone staðfestir fyrirtækjaskoðun á Indlandi

Stjórn breska farsímarisans Vodafone hefur staðfest að fyrirtækið sé að íhuga að gera tilboð í indverska farsímafélagið Hutchison Essar. Vodafone mun bjóða allt að rúma 13,5 dali eða um 944 milljarða krónur í félagið. Með kaupunum er horft til þess að stækka fyrirtækið þar sem evrópski farsímamarkaðurinn er mettur.

Breskir fjölmiðlar, þar á meðal breska ríkisútvarpið og breska dagblaðið Telegraph, segir Vodafone geta átt von á harðri samkeppni frá öðrum farsímafélögum því indverski markaðurinn er geysistór og búist við að hann vaxi mjög hratt á næstu fjórum árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×