Ísland færist nær Evrópu 2. apríl 2007 06:00 Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum. Í henni kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda innan sambandsins byggist á sögulegri veiðireynslu sem miðast "við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum undanfarin ár." Þar sem ekkert ríkja sambandsins hefur veitt svo neinu nemur í íslenskri landhelgi undanfarna þrjá áratugi þarf því enga undanþágu til að tryggja forræði Íslendinga á veiðum í lögsögu landsins. Þar með er lögð endanlega til hvílu ein þrálátasta röksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.Ótvírætt forræði yfir fiskveiðum Forræði Íslands yfir sjávarauðlindinni við inngöngu í Evrópusambandið var niðurstaða æðstu embættismanna sambandsins á sviði sjávarútvegsmála sem komu fyrir Evrópunefndina. Sumir þeirra voru svo bjartsýnir fyrir okkar hönd að telja að harðsnúnir samningamenn af Íslands hálfu gætu tryggt okkur auknar veiðiheimildir í krafti nýrra fiskveiðisamninga sem sambandið kynni að gera við þriðju ríki, eða gegnum vannýtta samninga sem þegar eru fyrir hendi. Þetta er athyglisverð niðurstaða og mikilvæg. Andstæðingar aðildar hafa árum saman dregið upp þá mynd, að gengju Íslendingar í sambandið þýddi það innrás erlendra ryksuguskipa inn í landhelgina sem myndu engu eira. Þetta hefur verið harðasta og tilfinningaríkasta röksemdin gegn því að Ísland sækti um aðild. Skýrsla Evrópunefndarinnar hefur afgreitt þá bábilju endanlega út af borðinu. Einn ávinningurinn af aðild að Evrópusambandinu væri að Íslendingar ættu þá möguleika á að taka upp evruna í stað krónunnar. Ýmsir hafa talið hægt að gera það með einhliða tengingu, eða sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið. Þó skiptar skoðanir hafi verið í Evrópunefndinni á því hvort upptaka evru yrði jákvæð fyrir Íslendinga, þá sló skýrsla nefndarinnar hinu föstu, að evran yrði ekki tekin upp hér á landi nema Ísland gengi áður í Evrópusambandið og myntbandalagið.Evran er góður kostur Reynslan sýnir að í ólgusjó alþjóðlegra fjármagnshreyfinga getur örmynt átt mjög erfitt með að standast áhlaup spákaupmanna. Núverandi sveiflur í gengi krónunnar draga úr trúverðugleika hagkerfisins í augum erlendra fjárfesta, og gera verðsamanburð erfiðari. Æ fleiri rök hníga að því að það kynni að vera í þágu hagsmuna íslensks atvinnulífs og launafólks að Íslendingar undirbúi að taka upp evruna. Íslensku útrásarfyrirtækin eru að verða of stór fyrir krónun. Þau sækja eðlilega í uppgjör, skráningu og rekstur í erlendri mynt. Hinn kosturinn sem þau eiga er einfaldlega að flytja starfsemi sína á annað og öflugra myntsvæði. Þannig er líklegt að Íslendingar verði að taka upp evru í framtíðinni til að halda í öflugustu mótora íslensks atvinnulífs. Helstu kostir evrunnar eru verðstöðugleiki, og þarmeð lægri verðbólga, lægri viðskiptakostnaður, og gengissveiflur gagnvart evrusvæðinu myndu hverfa. Samruni krónunnar við evruna myndi ýta undir utanríkisviðskipti, og í vinnu Evrópunefndar kom fram að aukningin gæti numið á milli 60-300%. Upptaka evrunnar myndi því auka hagvöxt á Íslandi. Vaxtamunur milli Ísland og evrulandanna myndi hverfa, og fyrir almenning fælist gríðarleg kjarabót í lægri vöxtum á lánum til neyslu og húsnæðiskaupa.Sérstaða Samfylkingarinnar Það er athyglisvert, að Samfylkingin er eina stjórnmálahreyfingin sem hefur afdráttarlausa og jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins og evrunnar. Sérstaka athygli vekur hversu harða og ósveigjanlega afstöðu Sjálfstæðisflokkurinn tekur gegn aðild að Evrópusambandinu en fulltrúar flokksins í Evrópunefnd tvímenntu með Vinstri-grænum í áliti þar sem dyrunum til Evrópu er skellt aftur og slagbröndum skotið fyrir. Samfylkingin er því í dag eini flokkurinn sem tekur opna og málefnalega afstöðu til Evrópu, sem byggist ekki á kreddum heldur því, hvernig hagsmunir Íslands eru best tryggðir. Lægri vaxtakostnaður, lægra matarverð og lægri verðbólga skipta máli fyrir íslenska neytendur - og þarmeð fyrir Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum. Í henni kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda innan sambandsins byggist á sögulegri veiðireynslu sem miðast "við nýlegt tímabil sem gæfi eðlilega mynd af veiðum undanfarin ár." Þar sem ekkert ríkja sambandsins hefur veitt svo neinu nemur í íslenskri landhelgi undanfarna þrjá áratugi þarf því enga undanþágu til að tryggja forræði Íslendinga á veiðum í lögsögu landsins. Þar með er lögð endanlega til hvílu ein þrálátasta röksemd andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.Ótvírætt forræði yfir fiskveiðum Forræði Íslands yfir sjávarauðlindinni við inngöngu í Evrópusambandið var niðurstaða æðstu embættismanna sambandsins á sviði sjávarútvegsmála sem komu fyrir Evrópunefndina. Sumir þeirra voru svo bjartsýnir fyrir okkar hönd að telja að harðsnúnir samningamenn af Íslands hálfu gætu tryggt okkur auknar veiðiheimildir í krafti nýrra fiskveiðisamninga sem sambandið kynni að gera við þriðju ríki, eða gegnum vannýtta samninga sem þegar eru fyrir hendi. Þetta er athyglisverð niðurstaða og mikilvæg. Andstæðingar aðildar hafa árum saman dregið upp þá mynd, að gengju Íslendingar í sambandið þýddi það innrás erlendra ryksuguskipa inn í landhelgina sem myndu engu eira. Þetta hefur verið harðasta og tilfinningaríkasta röksemdin gegn því að Ísland sækti um aðild. Skýrsla Evrópunefndarinnar hefur afgreitt þá bábilju endanlega út af borðinu. Einn ávinningurinn af aðild að Evrópusambandinu væri að Íslendingar ættu þá möguleika á að taka upp evruna í stað krónunnar. Ýmsir hafa talið hægt að gera það með einhliða tengingu, eða sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið. Þó skiptar skoðanir hafi verið í Evrópunefndinni á því hvort upptaka evru yrði jákvæð fyrir Íslendinga, þá sló skýrsla nefndarinnar hinu föstu, að evran yrði ekki tekin upp hér á landi nema Ísland gengi áður í Evrópusambandið og myntbandalagið.Evran er góður kostur Reynslan sýnir að í ólgusjó alþjóðlegra fjármagnshreyfinga getur örmynt átt mjög erfitt með að standast áhlaup spákaupmanna. Núverandi sveiflur í gengi krónunnar draga úr trúverðugleika hagkerfisins í augum erlendra fjárfesta, og gera verðsamanburð erfiðari. Æ fleiri rök hníga að því að það kynni að vera í þágu hagsmuna íslensks atvinnulífs og launafólks að Íslendingar undirbúi að taka upp evruna. Íslensku útrásarfyrirtækin eru að verða of stór fyrir krónun. Þau sækja eðlilega í uppgjör, skráningu og rekstur í erlendri mynt. Hinn kosturinn sem þau eiga er einfaldlega að flytja starfsemi sína á annað og öflugra myntsvæði. Þannig er líklegt að Íslendingar verði að taka upp evru í framtíðinni til að halda í öflugustu mótora íslensks atvinnulífs. Helstu kostir evrunnar eru verðstöðugleiki, og þarmeð lægri verðbólga, lægri viðskiptakostnaður, og gengissveiflur gagnvart evrusvæðinu myndu hverfa. Samruni krónunnar við evruna myndi ýta undir utanríkisviðskipti, og í vinnu Evrópunefndar kom fram að aukningin gæti numið á milli 60-300%. Upptaka evrunnar myndi því auka hagvöxt á Íslandi. Vaxtamunur milli Ísland og evrulandanna myndi hverfa, og fyrir almenning fælist gríðarleg kjarabót í lægri vöxtum á lánum til neyslu og húsnæðiskaupa.Sérstaða Samfylkingarinnar Það er athyglisvert, að Samfylkingin er eina stjórnmálahreyfingin sem hefur afdráttarlausa og jákvæða afstöðu til Evrópusambandsins og evrunnar. Sérstaka athygli vekur hversu harða og ósveigjanlega afstöðu Sjálfstæðisflokkurinn tekur gegn aðild að Evrópusambandinu en fulltrúar flokksins í Evrópunefnd tvímenntu með Vinstri-grænum í áliti þar sem dyrunum til Evrópu er skellt aftur og slagbröndum skotið fyrir. Samfylkingin er því í dag eini flokkurinn sem tekur opna og málefnalega afstöðu til Evrópu, sem byggist ekki á kreddum heldur því, hvernig hagsmunir Íslands eru best tryggðir. Lægri vaxtakostnaður, lægra matarverð og lægri verðbólga skipta máli fyrir íslenska neytendur - og þarmeð fyrir Samfylkinguna.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun