Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 10:31 Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Samskiptastjóri Carbfix, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, skrifaði grein í Morgunblaðið á dögunum sem ber heitið “afeitrum umræðuna”. Hann er þar að vísa til þess að margir hafi áhyggjur af þeim efnum sem munu fylgja því koldíoxíð sem stendur til að flutt verði til Hafnarfjarðar og dælt ofan í berg við íbúðabyggð. Ef þrjár milljónir tonna af koldíoxíð munu vera flutt inn árlega til Íslands frá stóriðju Evrópu þá munu fylgja því um 5700 tonn af öðrum efnum sem sum hver geta verið skaðleg mönnum og náttúru. Þar erum við meðal annars að tala um blásýru. Niðurdælingin á að eiga sér stað í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð frá heimilum fólks og vatnsverndarsvæðum. Einnig eru Kaldárbotnar, neysluvatnsból Hafnfirðinga, í aðeins um 4,5 km í loftlínu frá væntanlegri niðurdælingu. Samkvæmt lögum er bannað að skerða magn og gæði grunnvatnshlota. Starfsemi eins og Coda Terminal hyggst vera með í Hafnarfirði, þarf að nota mikið magn af grunnvatni - meira en allt höfuðborgarsvæðið notar á hverjum sólarhring. Það gefur auga leið að slík notkun hlýtur að skerða magn grunnvatnshlotsins og 5700 tonn af snefilefnum frá stóriðju í Evrópu í 30 ár munu skerða gæði grunnvatnshlotsins. Það sem margir Hafnfirðingar geta ekki sætt sig við er sú gríðarlega óvissa sem fylgir þessu verkefni og er ekki tilbúið að taka þá miklu áhættu með eins mikilvæga innviði og hér um ræðir. Carbfix reynir enn og aftur að gaslýsa almenning með skrifum sínum. Í fyrsta lagi segja þau að Coda verkefnið sé samskonar verkefni og niðurdælingin á Hellisheiði en því fer fjarri. Á Hellisheiði er verið að dæla niður koldíoxíð sem á uppruna sinn frá jarðvarmavirkjun en verkefni Coda snýst um að dæla niður koldíoxíð frá allskonar iðnaði í Evrópu þar sem skaðleg aukaefni verða til. Mun þessi koldíoxíð straumur innihalda tilfallandi efni frá framleiðsluferli stóriðjunnar eins og stál og sementverksmiðjum. Í öðru lagi er magnið sem ætlunin er að dæla niður í Hafnarfirði 1000 sinnum meira en því sem dælt er niður á Hellisheiði. Árlega er dælt niður 3000 tonnum af koldíoxíð á Hellisheiði en Coda hyggst dæla niður 3 milljónum tonna í Hafnarfirði í mikilli nálægð við heimili fólks. Þessu tvennu er hreinlega ekki hægt að líkja saman. Carbifix talar endurtekið um niðurdælingu í Straumsvík, þeir virðast alls ekki vera kunnugir staðháttum í Hafnarfriði því niðurdælingin á ekki að vera í Strausmvík heldur í iðnaðarhverfi við Vallahverfið í Hafnarfirði, í Kapelluhrauni og Hellnahrauni, steinsnar frá íbúabyggð (samkvæmt kynningu Carbfix á Coda Terminal 30. maí 2024). Í raun mun þessum efnum verða dælt undir byggðina því skáborað verður frá 80 borholum á svæðinu og dælt þar niður blöndu af koldíoxíð, snefilefnum og vatni sem mun flæða undir íbúðabyggðinni og bindast þar í berg á 2 árum samkvæmt Carbfix. Snefilefnin munu ekki öll bindast við berg og sum eyðast ekki í náttúrunni og geta safnast upp í jarðveginum og mögulega komið upp á yfirborðið, borist í nærliggjandi vötn og til sjávar. Margir Hafnfirðingar eru ekki tilbúnir til að taka þessa áhættu eða búa við þessa óvissu árum og áratugum saman! Leyfum náttúrunni og íbúum að njóta vafans. Tökum hagsmuni almennings og náttúrunnar fram yfir hagsmuni Orkuveitu Reykjavíkur og erlendra fjárfesta í Coda Terminal. Það búa um 15000 manns í nálægð við væntanlega niðurdælingu útblástur frá erlendri stóriðju. Segjum NEI við Coda Terminal í Hafnarfirði. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur og íbúi Vallahverfis í Hafnarfirði.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar