Aukin ráðdeild með einkaframkvæmd Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. apríl 2007 00:01 Kreddur eru aldrei til góðs og varhugavert þegar saman er blandað stjórnmálum og trúarbrögðum. Trúin er nefnilega þeim annmörkum háð að vera ósveigjanleg og taka ekki rökum, en slíkt kann varla góðri lukku að stýra í lifandi hagkerfi þar sem bregðast þarf við breytingum. Gildir einu hvort talað er um náttúruvernd og virkjanir, skipulag heilbrigðis- og menntamála eða aðskilnað ríkis og kirkju. Opin og upplýst umræða er farsælasta leiðin að skynsamlegri ákvarðanatöku, enda hornsteinn lýðræðisins. Ráðstefna Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands og fleiri sem haldin var í fyrradag um einkaframkvæmdir hér á landi var þarft og gott innlegg í umræðuna um hvernig hér verður best á málum haldið til lengri tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og upphafskona Hjallastefnunnar, hafði orð á þeim ljónum sem urðu í vegi hennar við uppbyggingu einkarekinna leikskóla og grunnskóla. Sveitarfélög sinntu ekki umleitunum hennar og bankar voru ekki trúaðir á rekstrargrundvöll fyrirtækis hennar. Í Hafnarfirði sáu svo bæjaryfirvöld sér leik á borði og frá þeim tíma hefur vöxturinn verið mikill. Hún benti á að árið 1998 hefðu 6,0 prósent leikskólabarna verið í einkareknum skólum, en nú er hlutfallið 12,5 prósent. Á ráðstefnunni sagði Margrét Pála að ráðdeildarsemi sú sem konum væri í blóð borin hafi verið lykilþáttur í velgengni og uppbyggingu skóla Hjallastefnunnar. Ef til vill væri ráð að fara svipaða leið í heilbrigðiskerfinu og eftirláta öðrum skipulag og starfsemi en stýrt hafa þeirri skútu, svona gegn því að þegnum landsins verði ekki gert mishátt undir höfði þegar að þjónustunni kemur. Nýja sýn virðist að minnsta kosti bráðvanta í heilbrigðiskerfið, líkt og endurspeglast í nýrri könnun á vinnuaðstæðum ríkisstarfsmanna. Þar kom í ljós að hvergi í hinum opinbera geira er starfsfólk þjakaðra, vinnuálag er mikið, fólk er óánægt með kjör sín og stjórnun stofnana. Tæpast er það þó af því að þjóðin sé heilsulausari en aðrar og ekki vantar að peningar séu settir í reksturinn, þar erum við með þeim efstu á lista í samanburði OECD-ríkja. Á ráðstefnunni í Háskólanum í Reykjavík kynnti Viðskiptaráð Íslands skýrslu sína um þá möguleika sem fólgnir eru í því að fela einkaaðilum rekstur opinberra fasteigna. Niðurstaðan er að heppilegt væri fyrir ríki og sveitarfélög að selja fasteignir sínar fasteignafélögum og leigja þær svo af þeim. Skýrslan kemur í framhaldi af ráðstefnu sem Viðskiptaráð og fleiri stóðu fyrir í Laugardalshöll fyrir rúmu ári síðan um þróun fasteignamarkaðarins. Með fasteignasölunni gæti ríkið losað um hátt í 80 milljarða króna og komið þar með á koppinn sinni stærstu einkavæðingu til þessa. Viðskiptaráð leggur til að peningarnir verði notaðir í að greiða skuldir. Sárt væri að sjá fjárhæð sem slíka brenna upp í heilbrigðiskerfi sem virðist geta af sér almenna óánægju á fjölmörgum sviðum. Nýrrar hugsunar kann víða að vera þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Kreddur eru aldrei til góðs og varhugavert þegar saman er blandað stjórnmálum og trúarbrögðum. Trúin er nefnilega þeim annmörkum háð að vera ósveigjanleg og taka ekki rökum, en slíkt kann varla góðri lukku að stýra í lifandi hagkerfi þar sem bregðast þarf við breytingum. Gildir einu hvort talað er um náttúruvernd og virkjanir, skipulag heilbrigðis- og menntamála eða aðskilnað ríkis og kirkju. Opin og upplýst umræða er farsælasta leiðin að skynsamlegri ákvarðanatöku, enda hornsteinn lýðræðisins. Ráðstefna Háskólans í Reykjavík, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands og fleiri sem haldin var í fyrradag um einkaframkvæmdir hér á landi var þarft og gott innlegg í umræðuna um hvernig hér verður best á málum haldið til lengri tíma. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og upphafskona Hjallastefnunnar, hafði orð á þeim ljónum sem urðu í vegi hennar við uppbyggingu einkarekinna leikskóla og grunnskóla. Sveitarfélög sinntu ekki umleitunum hennar og bankar voru ekki trúaðir á rekstrargrundvöll fyrirtækis hennar. Í Hafnarfirði sáu svo bæjaryfirvöld sér leik á borði og frá þeim tíma hefur vöxturinn verið mikill. Hún benti á að árið 1998 hefðu 6,0 prósent leikskólabarna verið í einkareknum skólum, en nú er hlutfallið 12,5 prósent. Á ráðstefnunni sagði Margrét Pála að ráðdeildarsemi sú sem konum væri í blóð borin hafi verið lykilþáttur í velgengni og uppbyggingu skóla Hjallastefnunnar. Ef til vill væri ráð að fara svipaða leið í heilbrigðiskerfinu og eftirláta öðrum skipulag og starfsemi en stýrt hafa þeirri skútu, svona gegn því að þegnum landsins verði ekki gert mishátt undir höfði þegar að þjónustunni kemur. Nýja sýn virðist að minnsta kosti bráðvanta í heilbrigðiskerfið, líkt og endurspeglast í nýrri könnun á vinnuaðstæðum ríkisstarfsmanna. Þar kom í ljós að hvergi í hinum opinbera geira er starfsfólk þjakaðra, vinnuálag er mikið, fólk er óánægt með kjör sín og stjórnun stofnana. Tæpast er það þó af því að þjóðin sé heilsulausari en aðrar og ekki vantar að peningar séu settir í reksturinn, þar erum við með þeim efstu á lista í samanburði OECD-ríkja. Á ráðstefnunni í Háskólanum í Reykjavík kynnti Viðskiptaráð Íslands skýrslu sína um þá möguleika sem fólgnir eru í því að fela einkaaðilum rekstur opinberra fasteigna. Niðurstaðan er að heppilegt væri fyrir ríki og sveitarfélög að selja fasteignir sínar fasteignafélögum og leigja þær svo af þeim. Skýrslan kemur í framhaldi af ráðstefnu sem Viðskiptaráð og fleiri stóðu fyrir í Laugardalshöll fyrir rúmu ári síðan um þróun fasteignamarkaðarins. Með fasteignasölunni gæti ríkið losað um hátt í 80 milljarða króna og komið þar með á koppinn sinni stærstu einkavæðingu til þessa. Viðskiptaráð leggur til að peningarnir verði notaðir í að greiða skuldir. Sárt væri að sjá fjárhæð sem slíka brenna upp í heilbrigðiskerfi sem virðist geta af sér almenna óánægju á fjölmörgum sviðum. Nýrrar hugsunar kann víða að vera þörf.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun