Um vélar og vélamenn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. nóvember 2007 00:01 Ítarlegar fréttaskýringar í síðustu viku um afmarkaða þætti í einkavæðingu orkugeirans á Íslandi vekja fleiri spurningar en svör. Það var hárrétt hjá Hannesi Smárasyni í FL-grúppunni að greina vandamál GGE og REI svo að samrunasamningurinn stæðist þar til annað kæmi í ljós, vandi borgarstjórnar væri hik, stjórnunar- og stjórnsýsluvandi. FL-grúppan seilist leynt og ljóst inn í eignarhald og umsýslu á jarðorku hér á landi til að geta hert sókn sína í Kína, Bandaríkjunum, Indónesíu og víðar. Ef litið er yfir blaðaumfjöllun um einkarekstur í orkugeiranum undanfarin ár vakna ósjálfrátt grunsemdir um að þar hafi margt farið saman og hending ein ráði ekki: lög eru sett um samkeppni, hlutafélög stofnuð um orkuveitur, smærri veitur keyptar upp af stærri, hlutur sveitarfélaga í Landsvirkjun seldur á undirverði, Landsvirkjun selur hlut sinn GGE í reyndasta útrásarfyrirtækinu, Enex sem OR á enn hlut í. Samrunaferli GGE og REI er smurt með kaupréttarsamningum þannig að samningurinn er ógildur í fljótræðinu. Eins og Megas kvað: Formsatriði var ekki fullnægt. Óþarfi er að dvelja hér við tvískinnung sjálfstæðismanna til þátttöku í einkarekstri og heldur óklára afstöðu Samfylkingarinnar - enn síður hið furðulega sjálfstæði stjórnenda OR til að hygla sjálfum sér - öll sú endaleysa hefur veikt pólitíska fulltrúa í borgarstjórn mikið og mun líklega kosta einhverja embættismenn ferilinn í opinberri þjónustu eftir stjórnsýsluúttekt. Vaknar sú spurning hvort fólk sem vasast hefur í pólitík eigi eitthvað í harðsnúna karla úr einkageiranum. Í samanburði við jaxla eins og Hannes verða blíðlyndir borgarstjórnarmenn eins og börn í höndum misindismanna: heltekin af Stokkhólmseinkenninu. Kyndugur í öllu þessu óskýra ferli er hlutur Bjarna Ármannssonar: hann gengur úr Glitni með úttroðna vasa og hefur þá lagt línurnar um sérstaka orkudeild í þeirra húsum og bankinn sett fé í GGE, væntanlega undir vakandi auga hans. Áður en varir dúkkar hann upp í REI sem aðalfjárfestir og stendur hratt fyrir samruna við GGE sem stórir hluthafar í Glitni eiga. Það er mikil peningalykt í loftinu, fnykur, eins og þegar Geir gamli bræddi grútinn og Reykvíkingar þekkja. Og nú hika sveitarfélögin á Suðurnesjum að nýta forkaupsrétt sinn í Hitaveitu þar. Hvar skyldu þau vera með viðskipti? Hafa bankar slík tök á sveitarstjórnum að þær verða að lúta hagsmunum hluthafa bankanna í óskyldum rekstri? Eign í íslenskum orkufyrirtækjum gefur einkafyrirtækjum forskot á erlendum mörkuðum. En þær fjárfestingar þurfa þolinmóða sjóði og getur brugðið til beggja vona. Þátttaka opinberra aðila í slíkum ævintýrum gæti veitt aðgang að þolinmóðu fjármagni með lægri ávöxtunarkröfu en heimtuð er víða annars staðar. Eru skattgreiðendur til í þá lánastarfsemi? Kapphlaupið um einkavæðingu orkugeirans er langhlaup. Verst er að ekki er alveg ljóst hverjir er liðstjórar í keppnisliðunum, hverjir setja takmörkin eða ráða reglunum, né hverjir eru styrktaraðilar í því maraþoni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Ítarlegar fréttaskýringar í síðustu viku um afmarkaða þætti í einkavæðingu orkugeirans á Íslandi vekja fleiri spurningar en svör. Það var hárrétt hjá Hannesi Smárasyni í FL-grúppunni að greina vandamál GGE og REI svo að samrunasamningurinn stæðist þar til annað kæmi í ljós, vandi borgarstjórnar væri hik, stjórnunar- og stjórnsýsluvandi. FL-grúppan seilist leynt og ljóst inn í eignarhald og umsýslu á jarðorku hér á landi til að geta hert sókn sína í Kína, Bandaríkjunum, Indónesíu og víðar. Ef litið er yfir blaðaumfjöllun um einkarekstur í orkugeiranum undanfarin ár vakna ósjálfrátt grunsemdir um að þar hafi margt farið saman og hending ein ráði ekki: lög eru sett um samkeppni, hlutafélög stofnuð um orkuveitur, smærri veitur keyptar upp af stærri, hlutur sveitarfélaga í Landsvirkjun seldur á undirverði, Landsvirkjun selur hlut sinn GGE í reyndasta útrásarfyrirtækinu, Enex sem OR á enn hlut í. Samrunaferli GGE og REI er smurt með kaupréttarsamningum þannig að samningurinn er ógildur í fljótræðinu. Eins og Megas kvað: Formsatriði var ekki fullnægt. Óþarfi er að dvelja hér við tvískinnung sjálfstæðismanna til þátttöku í einkarekstri og heldur óklára afstöðu Samfylkingarinnar - enn síður hið furðulega sjálfstæði stjórnenda OR til að hygla sjálfum sér - öll sú endaleysa hefur veikt pólitíska fulltrúa í borgarstjórn mikið og mun líklega kosta einhverja embættismenn ferilinn í opinberri þjónustu eftir stjórnsýsluúttekt. Vaknar sú spurning hvort fólk sem vasast hefur í pólitík eigi eitthvað í harðsnúna karla úr einkageiranum. Í samanburði við jaxla eins og Hannes verða blíðlyndir borgarstjórnarmenn eins og börn í höndum misindismanna: heltekin af Stokkhólmseinkenninu. Kyndugur í öllu þessu óskýra ferli er hlutur Bjarna Ármannssonar: hann gengur úr Glitni með úttroðna vasa og hefur þá lagt línurnar um sérstaka orkudeild í þeirra húsum og bankinn sett fé í GGE, væntanlega undir vakandi auga hans. Áður en varir dúkkar hann upp í REI sem aðalfjárfestir og stendur hratt fyrir samruna við GGE sem stórir hluthafar í Glitni eiga. Það er mikil peningalykt í loftinu, fnykur, eins og þegar Geir gamli bræddi grútinn og Reykvíkingar þekkja. Og nú hika sveitarfélögin á Suðurnesjum að nýta forkaupsrétt sinn í Hitaveitu þar. Hvar skyldu þau vera með viðskipti? Hafa bankar slík tök á sveitarstjórnum að þær verða að lúta hagsmunum hluthafa bankanna í óskyldum rekstri? Eign í íslenskum orkufyrirtækjum gefur einkafyrirtækjum forskot á erlendum mörkuðum. En þær fjárfestingar þurfa þolinmóða sjóði og getur brugðið til beggja vona. Þátttaka opinberra aðila í slíkum ævintýrum gæti veitt aðgang að þolinmóðu fjármagni með lægri ávöxtunarkröfu en heimtuð er víða annars staðar. Eru skattgreiðendur til í þá lánastarfsemi? Kapphlaupið um einkavæðingu orkugeirans er langhlaup. Verst er að ekki er alveg ljóst hverjir er liðstjórar í keppnisliðunum, hverjir setja takmörkin eða ráða reglunum, né hverjir eru styrktaraðilar í því maraþoni.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun