Menning

Miðvikudagserindi Orkugarðs

Stefanía G. Halldórsdóttir, sérfræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar, mun flytja miðvikudagserindi Orkustofnunar næstkomandi miðvikudag. Ber erindi hennar heitið Vatnafarsleg flokkum vatnssvæða á Íslandi - Hvernig bragðast landsvæði við úrkomu og miðla henni?

Verður fræðsluerindið haldið í Víðigemli, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík, á milli klukkan 13:00 og 14:00 miðvikudaginn 7. febrúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir.

 

Meðal verkefna sem tengjast rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er flokkun á ýmsum eiginleikum fallvatna sem nýta má til að meta til dæmis verndargildi þeirra til mótvægis við annað nýtingargildi. Flokkun sem þessi nýtist einnig við úttekt á vötnum í tengslum við upptöku vatnatilskipunar Evrópusambandsins. Til að vinna flokkunina var settur á laggirnar vinnuhópur sem Sigurður Guðjónsson, hjá Veiðimálastofnun, stýrði.

Ákveðið var að hópur Orkustofnunar tæki að sér að búa til vatnafræðilega flokkun fyrir landið og er tilgangurinn með slíkri flokkun að greina vatnafræðileg einkenni vatnasviða sem endurspegla náttúrulegt ástand viðkomandi vatna.

Vatnsföll á Íslandi eru ólík eftir rennslisháttum þeirra og mótun farvega. Þeim hefur verið skipt í þrjá meginflokka eftir uppruna vatnsins og söfnun þess í árnar. Þessi flokkun hefur dugað vel til margra hluta en með auknum rannsóknum og þekkingu er mögulegt að flokka vatnsföllin enn nánar. Munu verða kynnt drög að slíkri flokkun í miðvikudagserindinu.

Heimasíða Orkustofnunar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×