Viðskipti innlent

FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines

 

FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag.

Félagið keypti skömmu fyrir áramót tæplega sex prósenta hlut í AMR og frá því hefur FL Group haldið áfram að byggja upp stöðu í félaginu. Til viðbótar við hlut félagins í AMR Corporation á FL Group einnig 22,4 prósenta hlut í Finnair.

Haft er eftir Hannesi Smárassyni, forstjóra FL Group, í tilkynningunni að félagið beri miklar væntingar til þessarar fjárfestingar. Fylgst hafi verið mjög grannt með rekstri flugfélaga í Bandaríkjunum og félagið telji horfur AMR fyrir árið 2007 afar góðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×