Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 17:46 Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til þess að greiða niður húsnæðislán verði framlengd í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi lagði fram í vikunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14