Viðskipti innlent

Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast

Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu.

Í ársuppgjöri sparisjóðsins kemur fram að rekstrargjöld sparisjóðsins hafi numið 392,3 milljónum króna. Árið 2005 námu þau 355,1 milljón króna.

Þá nam arðsemi eigin fjár 80,2 prósentum en var 27,7 prósent árið áður.

Hreinar rekstrartekjur námu 1.232,3 milljónum króna en þær námu 833,0 milljónum króna árið áður.

Útlán Sparisjóðs Vestfirðinga námu 6.942,9 milljörðum króna og aukast um 993,9 milljónir króna á milli ára eða um 16,7 prósent, að því er segir í uppgjöri Sparisjóðs Vestfirðinga.

Uppgjör Sparisjóðs Vestfirðinga








Fleiri fréttir

Sjá meira


×