Viðskipti innlent

Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör

Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins.

Greiningardeildin bendir jafnframt á að við kynningu á kaupum á Geest í hitteðfyrra hafi Bakkavör ætlað sér að ná 12 til 14 prósenta framlegt á rekstrarhagnaði á fjórum til sex árum. Nú sé svo komið að neðri mörkunum hafi verið náð.

Í verðmatinu segir að sjóðstreymisgreining á Bakkavör gefi verðmatsgengið 68,6 krónur á hlut, sem er 2,8 krónu hækkun á hlut frá fyrra verðmati. Þá hækkar bankinn sömuleiðis tólf mánaða markgengið í 76 krónur á hlut úr 73 krónum á hlut.

Til samanburðar stóð gengi bréfa í Bakkavör í 62,40 krónum á hlut við lokun markaða í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×