Viðskipti innlent

Landsbankinn selur Landsafl

Landsbankinn.
Landsbankinn. Mynd/Hari

Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf.

Í tilkynningu frá bankanum segir að heildarvirði Landsafls í viðskiptunum nemi tæpum 19 milljörðum króna. Hafi salan því jákvæð áhrif á eigið fé Landsbankans sem nemur um 3,5 milljörðum íslenskra króna.

Landsafl var stofnað árið 1998. Landsbankinn var einn af stofnendum með fimmtungshlut í félaginu. Bankinn eignaðist félagið allt í október fimm árum síðar en seldi Burðarási 20 prósenta hlut í hitteðfyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×