Viðskipti innlent

FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum

Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins.

Hlynur Jónsson, sviðsstjóri verðbréfasviðs FME, segir á vef eftirlitsins, að mikil umfjöllun um íslenskan fjármálamarkað í erlendum fjölmiðlum síðastliðin tvö ár hafi vakið áhuga ýmissa erlendra aðila. Þar séu fjársvikamenn ekki undanskildir. Hann leggur áherslu á að fólki beri að varast tilboð sem þessi og ítrekar að fólk kanni bakgrunn þeirra sem slíkt bjóði.

Fjármálaeftirlitið hefur ennfremur birt lista yfir aðvaranir á heimasíðu sinni yfir fyrirtæki og aðila sem bjóðast til að hafa milligöngu um kaup á erlendum hlutabréfum. Þar er að sama skapi að finna lista yfir aðvaranir frá systurstofnunum FME í Evrópu.

Haft er eftir Hlyni að listinn sé ágætir byrjunarreitur hvað þetta varði.

Listi FME yfir aðvaranir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×