Viðskipti innlent

Samruni Fjárfestingarfélags sparisjóðanna og VBS fjárfestingarbanka

Lagt hefur verið til af stjórnum Fjárfestingarfélags sparisjóðanna FSP hf og VSB fjárfestingarbanka hf að félögin verði sameinuð. Fáist til þess samþykki Fjármálaeftirlitsins munu félögin sameinast undir nafni og kennitölu VBS.

Með samrunanum yrði til öflugur fjárfestingarbanki með tæplega 17 milljarða króna eignir og sex milljarða í eigið fé. Aðaláhersla yrði á alla almenna fjárfestingarbankaþjónustu.

Bankinn mun eiga meirihluta í Behrens fyrirtækjaráðgjöf sem sérhæfir sig í ýmiss konar fyrirtækjaverkefnum. Behrens hefur meðal annars opnað skrifstofu í Lettlandi og Litháen.

Hluthafar FSP fá 48 prósent í sameinuðu félagi, verði af samruna, og hluthafar VSB 52 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×