Viðskipti innlent

Launakostnaður jókst um allt að 9,4 prósent

Launakostnaður atvinnurekenda fyrir hverja vinnustund jókst um 2,2 til 9,4 prósent frá fjórða ársfjórðungi 2005 til sama tíma fyrir. Mest var hækkunin í iðnaði og minnst í verslun og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Greiningardeild Landsbankans segir að lítil hækkun launakostnaðar í verslun og þjónustu virðist helst mega rekja til þess að meðalaldur starfsmanna hefur lækkað og að starfsmannavelta sé mikil. Þá megi vera að hlutfall yfirvinnutíma hafi lækkað á milli ára.

Þá er bent á að launavísitalan mælir auk þess bara laun fyrir dagvinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×