Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrktist um 8,4 prósent

Gengi íslensku krónunnar styrktist um 8,4 prósenta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra veiktist gengi krónunnar um 12,2 prósent.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að á meðal þess sem hafi áhrif til styrkingar á gengi krónunnar sé útgáfa jöklabréfa. Hún var töluverð á fjórðungi ársins.

Deildin bendir á að Norræni fjárfestingabankinn (NIB) hafi gefið út jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag og nemur jöklabréfaútgáfan frá áramótum nemur nú 121 milljarði króna. Á móti voru bréf á gjalddaga fyrir 35 milljarða krónur. Til samanburðar bendir deildin á að á öllu síðasta ári voru jöklabréf gefin út fyrir 175 milljarða krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×