Viðskipti innlent

Fögnuðu inngöngu íslenskra fyrirtækja í OMX-kauphöllina

Því var fagnað með formlegum hætti í Kauphöll Íslands nú um klukkan tíu að þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi yrðu hluti af hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði. Það þýðir meðal annars að félögin ganga inn í vísitölur OMX-hallarinnar, bæði hvað varðar almennan markað og einstakar greinar norræns atvinnulífs.

Meðal þeirra sem viðstaddir voru opnun markaða í morgun voru Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Jukka Ruuska, forstjóri OMX-kauphallarinnar, en sá fyrrnefndi hringdi inn viðskipti í morgun með því að slá í þar til gerða bjöllu.

Þórður Friðjónsson, forstjóri Íslensku kauphallarinnar, sagði í ávarpi sínu við þetta tilefni að viðskiptalífið hefði þróast frá því að vera staðbundið í það að vera alþjóðlegt. Sameining Kauphallarinnar við OMX væri hluti af þeirri þróun.

Þá sagði Ruuska að OMX væri leiðandi kauphöll í heiminum. Hún væri góður vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki til að vaxa frekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×