Viðskipti innlent

Glitnir spáir 37 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Glitnir.
Glitnir.
Horfur í rekstri félaga í Kauphöllinni eru almennt ágætar og má gera ráð fyrir að áframhald verði á hækkun hlutabréfaverðs í ár, jafnvel meira en í fyrra. Gangi þetta eftir hækkar Úrvalsvísitalan um 37 prósent árinu. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá greiningardeildar Glitnis fyrir árið, sem kom út í dag.

Í afkomuspánni segir meðal annars að árið hafi byrjað af krafti og séu horfur á góðri afkomu fyrirtækja og hagfelldu umhverfi.

Mest verður hækkunin hjá fjármála- og fjárfestingafyrirtækjum, að mati Glitnis, sem bendir á að mörg rekstrarfélög muni skila lakri ákvöxtun að undanskildum Actavis og Bakkavör. Gerir deildin ráð fyrir því að afkoma fyrirtækjanna verði góð og árið viðburðaríkt hjá þeim. Greiningardeildin bætir reyndar um betur og mælir með yfirvogun í bréfum Actavis í vel dreifðu eignasafni.

Þá segir að þróun fjármálafyrirtæja hafi einkennst af hröðum ytri vexti undanfarin ár. Nokkuð hik hafi verið á síðasta ári vegna ótta matsaðila og fjárfesta við ýmsa fylgifiska vaxtarins. Megi geri ráð fyrir frekari útrás á þessu ári og líkum á samþættingu á norrænum fjármálamarkaði.

Glitnir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×