Viðskipti innlent

Actavis enn í baráttunni um Merck

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Mynd/Valli

Actavis staðfestir að fyrirtækið sé enn í baráttunni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck og séu viðræður enn í gangi. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram í dag að félagið hafi dregið sig út úr baráttunni ásamt bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan Laboratories. Þær fréttir eru ekki réttar, samkvæmt upplýsingum frá Actavis.

Netmiðlar bæði Economic Times og bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes greina frá því í síðasta mánuði að lyfjafyrirtækin hafi dregið sig úr yfirtökubaráttunni. Dow Jones-fréttastofan segir svo í dag að Actavis og Mylan hafi dregið sig úr baráttunni .

Halldór Kristmannsson, forstöðumaður innri- og ytri samskipta Actavis, vísaði fréttum þess efnis á bug þá og ítrekaði félagið enn í dag að viðræður stæðu enn yfir um kaup á samheitalyfjahluta Merck.

Söluverð á Merck er sögð nema fjórum til fimm milljörðum evra, jafnvirði 360 til 450 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×