Viðskipti innlent

Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi

Króna.
Króna.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,9 prósent á evrusvæðinu á sama tíma sem er óbreytt á milli mánaða.

Vísitöluhækkunin er öllu meiri á milli mánaða nú en í febrúar þegar hún hækkaði um 0,3 prósent. Vísitalan hækkaði um 3,5 prósent ef raforkuverð er undanskilið útreikningunum samanborið við 0,8 prósent í febrúar. Þá hækkaði vísitala matvöruverðs um 3,2 prósent á milli mánaða í mars miðað við 2,9 prósent í febrúar.

Sé matvæla og raforkuverð undanskiliið útreikningunum hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1 prósent í mars, sem er 0,1 prósentustiga lækkun á milli mánaða.

Verðbólga var líkt og áður mest í Tyrklandi, 10,9 prósent, en næstmest í Ungverjalandi, 9,1 prósent. Ísland situr í þriðja sætinu annan mánuðinn í röð með 5,9 prósenta verðbólgu í marsmánuði, samkvæmt OECD.

Minnsta verðbólgan í mánuðinum mældist í Sviss uppá 0,2 prósent. Í Japan var verðhjöðnun á sama tíma upp á 0,1 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×