Sport

John Higgins heimsmeistari í snóker

NordicPhotos/GettyImages

Skotinn John Higgins varð í gær heimsmeistari í snóker í annað skipti á ferlinum eftir sögulegan sigur á Englendingnum Mark Shelby í úrslitaleik 18-13. Higgins virtist vera kominn langt með að tryggja sér sigur á mótinu eftir fyrri daginn þegar hann hafði 12-4 forystu, en sá enski barðist hetjulega og náði að minnka muninn í 14-13.

Higgins kreisti þá fram góðan endasprett og náði að tryggja sér sigurinn. "Ég veit ekki hvernig ég fór að því að ná mér á strik aftur, því ég var við það að kasta inn handklæðinu þegar hann var rétt búinn að ná mér. Það að hafa farið í gegn um svona sterka andstæðinga á leiðinni að titlinum er mér afar sérstakt," sagði Higgins sem síðast vann titilinn fyrir níu árum. Ef Shelby hefði náð að fullkomna endurkomu sína og sigra - hefði það verið mesti viðsnúningur í sögu úrslitaleiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×