Sport

Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga

Cristiano Ronaldo vill gera Al-Nassr að sádiarabískum meisturum og hefur mikið að segja um leikmannakaup liðsins. Hann hefur nú þegar fengið samlanda sinn Joao Felix til félagsins og vill nú gera Mason Greenwood aftur að liðsfélaga sínum.

Fótbolti

Gott silfur gulli betra en hvað nú?

Eftir þrjú silfurverðlaun í röð getur Arsenal loks staðið uppi sem Englandsmeistari? Mikel Arteta, þjálfari, getur allavega ekki beðið um mikið meiri tíma enda stýrt liðinu síðan 2019.

Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna

Chelsea hefur keypt hinn 19 ára gamla Jorrel Hato frá Ajax. Hann kostar tæplega sex milljarða króna og skrifar undir sjö ára samning í Lundúnum.

Enski boltinn

„Dómur af himnum ofan“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var öllu rólegri en von var á þegar hann kom í viðtal eftir jafntefli Breiðabliks og KA í dag. Leikurinn endaði 1-1 og var mark dæmt af Breiðablik í blálokin.

Íslenski boltinn

„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“

„Ég held þeir hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik og þeir skora úr því,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli hans manna við Víking í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta síðdegis.

Íslenski boltinn

Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið

Viðar Ari Jónsson var ekki lengi að láta til sín taka og skoraði aðeins um mínútu eftir að hann kom inn á í leik HamKam og Bodö/Glimt. Viðar stangaði boltann í netið og minnkaði muninn en þurfti svo að sætta sig við 1-3 tap.

Fótbolti

Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri

Charles Leclerc hjá Ferrari fór fyrstur af stað í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 en tókst ekki að halda í við hraðann hjá McLaren eða Mercedes. Áhættusamur Lando Norris hjá McLaren stökk upp um tvö sæti og stóð uppi sem sigurvegari, liðsfélagi hans Oscar Piastri varð annar en Mercedes ökuþórinn George Russell náði þriðja sætinu.

Formúla 1

Fær ekki nýjan samning eftir fót­brotið

Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári.

Enski boltinn