Sport

Mateta líður vel þrátt fyrir tæk­lingu í and­litið

Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans.

Enski boltinn

Há­kon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París

Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club.

Fótbolti

Kári: Bara negla þessu niður

Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti

„Held á­fram nema ég verði rekinn“

Viðar Örn Hafsteinsson er nokkuð viss um að hann muni halda áfram að halda utan um stjórnartaumana hjá Hetti en liðið féll úr Bónus-deild karla í körfubolta eftir tap liðsins gegn KR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í kvöld.  

Körfubolti

„Ég er bara klökkur“

Rúnar Kárason var eitt sólskinsbros eftir sigur Framara á Stjörunni í úrslitum Powerade-bikarsins í handknattleik. Hann sagði frábært að sjá góða niðurstöðu eftir mikla vinnu hjá félaginu.

Handbolti

Man City sterkari í síðari hálf­leik og komið á­fram

Englandsmeistarar Manchester City lentu í ákveðnum vandræðum þegar Plymouth Argyle mætti til Manchester í ensku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Á endanum vann Man City þó 3-1 sigur. Guðlaugur Victor Pálsson sat allan leikinn á varamannabekk gestanna.

Enski boltinn

„Grimmd og gleði“ skilaði sann­færandi sigri

„Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram.

Handbolti

Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta

Atalanta og Venezia gerðu markalaust jafntefli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia sem er í harðri fallbaráttu.

Fótbolti

Upp­gjörið: Hamar/Þór - Tinda­stóll 77-72 | Mikil­vægur sigur heima­liðsins

Hamar/Þór tók á móti Tindastól í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í dag þegar Bónus deild kvenna neðri hluta fór fram. Hamar/Þór gátu lyft sér upp úr fallsæti með sigri í dag á meðan Tindastóll gat styrkt stöðu sína efstar í neðri hluta. Það voru Hamar/Þór sem fóru með góðan sigur í dag 77-72 og trygðu um leið að þær myndu ekki eiga möguleika á að falla beint úr deildinni.

Körfubolti