Sport

Logi á toppnum en Hákon á bekknum

Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega.

Fótbolti

Shakhtar - Breiða­blik 2-0 | Breiða­blik átti sín augna­blik

Breiðablik mætti úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu en leikið var í Kraká í Póllandi. Shakhtar vann leikinn 2-0 og þrátt fyrir prýðis frammistöðu Blika á köflum þá var sigur heimamanna í raun aldrei í hættu enda um virkilega öflugan andstæðing að ræða.

Fótbolti

Sá húsið sitt brenna til kaldra kola

Stórt einbýlishús Erik Spoelstra, þjálfara Miami Heat, er svo gott sem brunnið til grunna. Óljóst er hvað olli eldsvoðanum en enginn mun hafa verið í húsinu þegar eldurinn braust út.

Körfubolti

„Ha, átti ég metið?“

Bríet Sif Hinriksdóttir jafnaði þriggja stiga metið í efstu deild kvenna í körfubolta í síðustu umferð Bónusdeildar kvenna í körfubolta og það kom methafanum algjörlega í opna skjöldu í Körfuboltakvöldi kvenna.

Körfubolti

Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst

Arnar Gunn­laugs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, segir það mikið áfall að hafa lands­liðs­fyrir­liðinn Orri Steinn Óskars­son hafi ekkert geta spilað með liðinu í undan­keppni HM. Há­kon Arnar Haralds­son hafi hins vegar vaxið mikið í fyrir­liða­hlut­verkinu í hans fjar­veru.

Fótbolti

„Vel gert að geta haldið á­fram í svona á­standi“

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, ber virðingu fyrir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk sem Blikar mæta í dag í Sambandsdeild Evrópu. Shakhtar hefur þurft að glíma við áskoranir undanfarinn áratug sem fá félög geta tengt við.

Fótbolti

Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs.

Fótbolti