Sport

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“

Spurningakeppnin skemmtilega í Bestu mörkum kvenna var á sínum stað í síðasta þætti. Þóra Helgadóttir og Bára Kristín Rúnarsdóttir áttust við. Keppnin var hörð og var Bára meðal annars hrekkt af Þóru og Helenu Ólafsdóttur stjórnanda.

Fótbolti

Missti markmannsstöðuna og hætti með lands­liðinu

Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar.

Fótbolti

Sæ­var Atli orðinn leik­maður Brann

Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku.

Fótbolti

Á­sakaður um að lemja leik­menn í unglingaliði Roma

Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið.

Fótbolti

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Enski boltinn

Búinn að kaupa hús og lög­fræðingarnir lentir í Napoli

Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, segir belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne við það að ganga frá samningi við félagið, hann sé búinn að kaupa hús fyrir fjölskylduna í Napoli. Greint er frá því að lögfræðingar De Bruyne séu mættir til Napoli að ganga frá samningum.

Fótbolti

Sótt að Sæ­vari Atla á flug­vellinum í Bergen

Hópur fjölmiðla­manna var mættur á flug­völlinn í Bergen í morgun þegar að knatt­spyrnu­maðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt um­boðs­manni sínum á leið í viðræður við norska úr­vals­deildar­félagið Brann.

Fótbolti

Ronaldo segir þessum kafla lokið

Cristiano Ronaldo virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir sádiarabíska félagið Al Nassr í gær, þegar hann skoraði sitt 800. mark fyrir félagslið á ferlinum.

Fótbolti

Greip í hár mót­herja og kippti til og frá

Bandaríska knattspyrnukonan Kayla Fischer á yfir höfði sér bann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik gegn Angel City, nýja liðinu hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur, og kippt með grófum hætti í hár andstæðings.

Fótbolti