Viðskipti innlent

365 lýkur sölu á Hands Holding

365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena

Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi.

Fyrirtæki undir Hands Holding voru þau fyrirtæki sem voru hluti af fyrirtækjum innan gömlu Dagsbrúnar sem féll ekki að kjarnastarfsemi 365 og Teymis við skiptingu þeirra í tvö félög.

Salan er liður í endurskipulagningu félagsins sem tilkynnt var 1. desember í fyrra en þar kom fram að 365 hf. stefndi að því að selja þennan hlut innan 12 til 24 mánaða. Andvirði sölunnar verður varið til lækkunar á skuldum félagsins en með henni munu vaxtaberandi skuldir lækka í 7 milljarða krónur, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Haft er eftir Ara Edwald, forstjóra 365 hf, að salan sé skref á þeirri leið að selja eignir sem ekki séu hluti af kjarnastarfsemi 365 hf. og laga skuldastöðu félagsins að þeim rekstri sem það er í á sviði fjölmiðlunar og afþreyingar á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×