Viðskipti innlent

Iceland Foods fær rúmlega 43 milljarða lán

Breska lágvörukeðjan Iceland Foods hefur tekið 370 milljóna punda endurfjármögnunarlán í samstarfi við Landsbanka Íslands og Deutsche Bank. Þetta jafngildir 43,6 milljörðum íslenskra króna.

Iceland-keðjan var stofnuð árið 1970 og sérhæfir sig í sölu á frosnum matvörum og er sú þriðja stærta hvað markaðshlutdeild varðar í Bretlandi.

Baugur og Fons eru stærstu hluthafar Icelands með um 60 prósenta hlut. Milestone, Kaupþing, Landsbankinn og stjórnendur keðjunnar með minni hluta.

Lánið verður notað til að greiða hluthöfum keðjunnar arð. Þeir fengu í apríl 39 milljarða króna í arðgreiðslur fyrir síðasta ár, en það er ein stærsta arðgreiðsla Íslandssögunnar.

Góður gangur hefur verið í rekstri Iceland Foods eftir viðamikla breytingar á rekstrarformi og skilaði hún um 15 prósenta aukningu á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×