Viðskipti erlent

A380 flýgur með farþega í októberlok

Chew Choon Seng, forstjóri Singapore Airlines, segir fyrstu A380 risaþotur félagsins fara í loftið seint í október.
Chew Choon Seng, forstjóri Singapore Airlines, segir fyrstu A380 risaþotur félagsins fara í loftið seint í október. Mynd/AFP

Fyrsta A380 risaþotan frá Airbus fer í loftið með almenna farþega 25. október næstkomandi, að sögn forsvarsmanna asíska flugfélagsins Singapore Airlines, en það er fyrsta flugfélagið til að fá þessar nýjustu risaþotur afhentar. Flogið verður til Sidney í Ástralíu.

Flugið verður stór áfangi fyrir flugvélaframleiðendur Airbus en meðganga fyrirtækisins hefur verið afar erfið og er afhending vélanna tveimur árum á eftir áætlun.

Fyrirtækið hefur endurskipulagt mjög í rekstri sínum og stendur hagræðingarferli þess enn yfir. Á meðal þess þess er að segja upp allt að tíu þúsund starfsmönnum.

Singapore Airlines hefur keyput fjórtán risaþotur frá Airbus en á inni möguleika á því að kaupa fleiri vélar.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Chew Choon Seng, forstjóra flugfélagsins, að stefnt sé að því að bjóða miða í jómfrúrflugið á uppboðsvefnum ebay. Muni andvirði uppboðsins verða varið til góðgerðarmála, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×