Viðskipti innlent

Bréf í Existu tóku stökkið í morgun

Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör. Gengi bréfa í Exista, sem er að stórum hluta í eigu þeirra, tók stökkið í Kauphöllinni í morgun.
Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör. Gengi bréfa í Exista, sem er að stórum hluta í eigu þeirra, tók stökkið í Kauphöllinni í morgun. Mynd/

Úrvalsvísitalan stökk upp um rúm tvö prósent við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er ívið meiri hækkun en á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í morgun. Exista leiðir hækkanirnar í Kauphöllinni en gengi bréfanna hækkaði um rúm 4,3 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Gengi bréfa í öðrum fjármálafyrirtækjum fylgir fast á eftir.

Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um rúm 2,5 prósent og stendur vísitalan í 8.338 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×