Viðskipti innlent

Hækkar krónan fjóra daga í röð?

Gengi krónu hefur hækkað í þrjá daga. Það hefur hækkað um tæp tvö prósent í dag og stefnir í fjórða hækkanadaginn.
Gengi krónu hefur hækkað í þrjá daga. Það hefur hækkað um tæp tvö prósent í dag og stefnir í fjórða hækkanadaginn.
Gengi krónunnar hefur hækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi og stendur gengisvísitalan í 120 stigum. Verði það niðurstaðan að krónan hækkar í dag verður þetta fjórði hækkanadagurinn í röð. Greiningardeild Glitnis segir að sú svartsýni sem hafi knúið lækkanir síðustu viku virðist hafa minnkað þá sé enn töluverð varkárni til staðar á mörkuðum. Gengi evru hefur á einum mánuði farið úr því að vera um 82 krónur í 93 krónur og svo aftur í 88 krónur.

Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag þessa miklu sveiflu eiga rætur á bandaríkjamarkaði þar sem menn fögnuði í gær fyrsta eðlilega deginum eftir mikið umrót síðustu vikur.

„Hækkun krónunnar síðustu daga hefur verið nokkuð kröftug og kröftugri en sést hefur í flestum hinna hávaxtamyntanna. Í þeim samanburði þarf að taka tillit til þessa að lækkun krónunnar frá því að umrótið á fjármálamarkaðinum byrjaði í lok júlí hafði einnig verið öllu kröftugri en sást í flestum hinna hávaxtamyntanna," segir í Morgunkorninu og bent á að japanka jenið hafi gefið eftir í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×