Viðskipti erlent

Geta fylgst með sjálfum sér úr fjarlægð

Á þennan hátt er hægt að blekkja heilann til að halda að líkami og hugur séu ekki á sama stað.
Á þennan hátt er hægt að blekkja heilann til að halda að líkami og hugur séu ekki á sama stað. MYND/AP

Breskir og svissneskir sérfræðingar hafa komist að leið til þess að láta sjálfboðaliða sína finnast þeir vera komnir út úr eigin líkama.

Fram kemur á fréttavef BBC að tilraunir á fólki hafi nú komið með vísindalega skýringu á þessari undarlegu tilfinningu sem einn af hverjum tíu manns getur fundið fyrir.

Notast var við sýndarveruleikagleraugu til þess að blekkja heilann í að halda að líkaminn væri staðsettur annarsstaðar.

Þessi sjónhverfing og snerting við líkama þeirra fékk sjálfboðaliðana til að líða sem þeir væru komnir út úr líkama sínum.

Rannsakendur segja að uppgötvunin geti komið að góðum notum. Til dæmis til að færa tölvuleiki upp á næsta plan þar sem leikmönnum liði eins og þeir væru inni í leiknum líkamlega.

Og lengra inn í framtíðinni gætu skurðlæknar gert aðgerðir í þúsunda kílómetra fjarlægð með því að stjórna sýndarvélmenni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×