Viðskipti erlent

OMX sendir spurningalista til Dubai

Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hefur rætt við hluthafa í OMX síðustu daga til að tryggja að yfirtakan á norrænu kauphallarsamstæðunni gangi í gegn.
Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hefur rætt við hluthafa í OMX síðustu daga til að tryggja að yfirtakan á norrænu kauphallarsamstæðunni gangi í gegn. Mynd/AFP

Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér.

Í tilkynningu frá OMX segir að stjórn OMX-samstæðunnar hafi lýst yfir stuðningi við tilboðið frá Nasdaq.

Yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur í hlut en tilboð Nasdaq er upp á 210 sænskar krónur á hlut. Tilboð Nasdaq samanstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboð markaðarins í Dubai hljóðaði upp á að greitt verði með reiðufé fyrir alla hlutina. Kauphöllin í Dubai hefur þegar greint frá því að hún hafi tryggt sér rúman 25 prósenta hlut í OMX.

Vegna yfirtökubaráttunnar hefur Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, farið til Svíþjóðar og rætt þar við stjórn OMX-samstæðunnar og reynt að tryggja að yfirtökutilboð Nasdaq í samstæðuna nái fram að ganga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×