Viðskipti erlent

Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum

Frá bandarískum fjármálamarkaði.
Frá bandarískum fjármálamarkaði. Mynd/AP

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum.

Lyfjafyrirtæki skiluðu ekki jafn góðum uppgjörum. Þannig var afkoma lyfjarisans Merck á pari við væntingar á meðan uppgjör Schering var ekki jafn góð.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,33 prósent, Nasdaq-vísitalan hækkaði um 1,06 prósent og S&P-vísitalan um 0,38 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×