Viðskipti erlent

Vísa samrunaviðræðum á bug

Ein véla Delta Airlines.
Ein véla Delta Airlines. Mynd/AFP

Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað.

Fréttastofa Assocated Press bendir að þrátt fyrir að forstjórar flugfélaganna vísi þessu á bug hafi orðrómur um hið gagnstæða lengi legið í loftinu. Fréttastofan vísar til bréfs forstjóranna, þar sem fram kemur að flugfélög verði að bregðast við háum olíuverði og auknum rekstrarkostnaði með einhverjum hætti.

Flugfélögin hafa átt við rekstrarvanda að stríða og fór Delta í greiðslustöðvun fyrir tveimur árum. Fyrir lá yfirtökutilboð í félagið frá bandaríska flugfélaginu U.S. Airways undir lok síðasta árs en því var hafnað á þeim forsendum að tilboðið endurspeglaði ekki raunvirði félagsins. Stjórn flugfélagsins sagðist frekar ætla að endurskipuleggja reksturinn og hagræða í bókum sínum.

Fleiri flugfélög voru sömuleiðis sögð í samrunahugleiðingum, svo sem United Airlines. Öllum samrunaáætlunum var hins vegar vísað út af borðinu þar til nú.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×