Að deila kjörum Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2008 03:00 Svissneskur listnemi sem var hér um áramót fyrir hartnær tuttugu árum átti ekki orð yfir flugeldana sem skotið var á loft. Ég laug því að henni að hér væri hefð að kaupa flugelda fyrir allan peninginn sem maður ætti eftir við áramót og hefja hvert ár á núlli. Henni fannst það frábær hugmynd. Ég var svo ung og vitlaus að ég gerði mér ekki grein fyrir því að flestir byrjuðu hvert ár í mínus og hefðu verið alsælir með að geta byrjað það á núlli. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég hef bæði elst og þroskast. Eitt á ég þó alltaf erfitt með og það er að safna skuldum. Ég tamdi mér ung að lifa ekki um efni fram því það skiptir meira máli hvað fer út úr seðlaveskinu en það sem kemur inn í það.Frekar slátur en villibráðÉg veit í hjarta mínu að ég er mun betri í kreppu en góðæri. Kaloríusnautt kreppufæði er sérgrein mín. Þegar ég sé allt úrvalið af villibráð í kælum stórmarkaðanna fer um mig hrollur. Má ég þá biðja um slátur, sem ég tek sjálf, eða pastasalat með góðum vinum. Ég er hvorki nógu mikill nautnaseggur né eyðslukló til að njóta mín í góðærinu. Kreppan á betur við mig. Þá fæ ég engar athugasemdir þó ég gangi áttunda árið í röð í kápunni minni eða eigi bara tvenn stígvél, önnur svört, hin brún. Þá verður aftur dyggð að spara og ég nýt mín til fulls. Þá verður aftur hægt að bjóða heim gestum án þess að þurfa að hafa þríréttað og sérvalin vín með öllum réttum. Og listgreinin að gera góð kaup verður hafin aftur til vegs og virðingar.Ég er á fullu að undirbúa mig undir kreppuna. Með nokkrum endurbótum á íbúðinni og páskaferð til Kína mun mér takast að saxa verulega á sparnaðinn sem myndaðist í góðærinu. Ég held að ég hafi þó ekki nægan tíma til að safna miklum skuldum, en ég reyni. Ég skal axla mína ábyrgð á skuldum heimilanna.Jarðsamband á flugiNú er komið nýtt viðmið yfir það að deila kjörum með einhverjum. Það er að vera á sama tíma í Leifsstöð eða annarri alþjóðlegri flugstöð. Standa saman í röð, bíða eftir flugvél og sækja töskurnar á sama færibandið. Samkvæmt málflutningi þingmanns Vinstri grænna táknar það að ráðherrar taki einkaþotu fram yfir ferðamáta meirihluta þjóðarinnar að þeir vilji ekki deila kjörum með henni.Ég sá einn helsta auðmann þjóðarinnar um daginn á Heathrow, hann drakk kaffi á sama kaffihúsi og ég. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir að með því deildum við kjörum. Þegar ég lendi við hlið hans á göngubretti í Laugum gerum við líklega slíkt hið sama. Hann nær jarðsambandi við að berja mig augum og ég sannfærist um að á Íslandi ríki jöfnuður. Þjóðin, samkvæmt Vinstri grænum, ferðast með Icelandair eða Iceland Express og ráðherrar eiga að gera slíkt hið sama. Þótt þeir fari í sérröð, sitji í Saga Lounge meðan við rápum um Leifsstöð og sitji á Saga Class meðan við reynum að koma löppunum fyrir í þröngum sætaröðunum í almenningsfarrýminu þurfa þeir að hanga við sama færibandið og bíða eftir töskunum og gætu þá þurft að blanda geði við kjósendur sína, þjóðina.Hvað með þann hluta þjóðarinnar sem aldrei fer til útlanda? Telst hann ekki með? Hvar eiga ráðherrar að deila kjörum með honum? Í biðröðinni í Tryggingastofnun eða Bónus? Nægja kannski vinnustaðaheimsóknir á fjögurra ára fresti? Með allri virðingu fyrir ráðherrum okkar og þingmönnum þá held ég að það sé langt síðan þeir deildu kjörum með þjóðinni. Mér finnst skipta meira máli hvernig þeir greiða atkvæði þegar kosið er um breytingar á lögum um almannatryggingar en hvernig þeir ferðast um heiminn. En ég er líka svo ómórölsk að ég myndi þiggja far með einkaþotu ef mér byðist það því mér leiðist svo að hanga á flugvöllum.Það er einn kostur við kreppuna að maður hefur síður efni á því að ferðast og losnar við þá kvöl. Eða er ekki dagskipunin sú að sjá hið jákvæða við málið? Ég viðurkenni lesandi góður að þó að ég taki ávallt undir í Allt eins og blómstrið eina: Kom þú sæll, þá þú vilt, þá er eins með hann og kreppuna. Ég vona að hann komi alls ekki strax og helst ekki til mín og minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Svissneskur listnemi sem var hér um áramót fyrir hartnær tuttugu árum átti ekki orð yfir flugeldana sem skotið var á loft. Ég laug því að henni að hér væri hefð að kaupa flugelda fyrir allan peninginn sem maður ætti eftir við áramót og hefja hvert ár á núlli. Henni fannst það frábær hugmynd. Ég var svo ung og vitlaus að ég gerði mér ekki grein fyrir því að flestir byrjuðu hvert ár í mínus og hefðu verið alsælir með að geta byrjað það á núlli. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ég hef bæði elst og þroskast. Eitt á ég þó alltaf erfitt með og það er að safna skuldum. Ég tamdi mér ung að lifa ekki um efni fram því það skiptir meira máli hvað fer út úr seðlaveskinu en það sem kemur inn í það.Frekar slátur en villibráðÉg veit í hjarta mínu að ég er mun betri í kreppu en góðæri. Kaloríusnautt kreppufæði er sérgrein mín. Þegar ég sé allt úrvalið af villibráð í kælum stórmarkaðanna fer um mig hrollur. Má ég þá biðja um slátur, sem ég tek sjálf, eða pastasalat með góðum vinum. Ég er hvorki nógu mikill nautnaseggur né eyðslukló til að njóta mín í góðærinu. Kreppan á betur við mig. Þá fæ ég engar athugasemdir þó ég gangi áttunda árið í röð í kápunni minni eða eigi bara tvenn stígvél, önnur svört, hin brún. Þá verður aftur dyggð að spara og ég nýt mín til fulls. Þá verður aftur hægt að bjóða heim gestum án þess að þurfa að hafa þríréttað og sérvalin vín með öllum réttum. Og listgreinin að gera góð kaup verður hafin aftur til vegs og virðingar.Ég er á fullu að undirbúa mig undir kreppuna. Með nokkrum endurbótum á íbúðinni og páskaferð til Kína mun mér takast að saxa verulega á sparnaðinn sem myndaðist í góðærinu. Ég held að ég hafi þó ekki nægan tíma til að safna miklum skuldum, en ég reyni. Ég skal axla mína ábyrgð á skuldum heimilanna.Jarðsamband á flugiNú er komið nýtt viðmið yfir það að deila kjörum með einhverjum. Það er að vera á sama tíma í Leifsstöð eða annarri alþjóðlegri flugstöð. Standa saman í röð, bíða eftir flugvél og sækja töskurnar á sama færibandið. Samkvæmt málflutningi þingmanns Vinstri grænna táknar það að ráðherrar taki einkaþotu fram yfir ferðamáta meirihluta þjóðarinnar að þeir vilji ekki deila kjörum með henni.Ég sá einn helsta auðmann þjóðarinnar um daginn á Heathrow, hann drakk kaffi á sama kaffihúsi og ég. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir að með því deildum við kjörum. Þegar ég lendi við hlið hans á göngubretti í Laugum gerum við líklega slíkt hið sama. Hann nær jarðsambandi við að berja mig augum og ég sannfærist um að á Íslandi ríki jöfnuður. Þjóðin, samkvæmt Vinstri grænum, ferðast með Icelandair eða Iceland Express og ráðherrar eiga að gera slíkt hið sama. Þótt þeir fari í sérröð, sitji í Saga Lounge meðan við rápum um Leifsstöð og sitji á Saga Class meðan við reynum að koma löppunum fyrir í þröngum sætaröðunum í almenningsfarrýminu þurfa þeir að hanga við sama færibandið og bíða eftir töskunum og gætu þá þurft að blanda geði við kjósendur sína, þjóðina.Hvað með þann hluta þjóðarinnar sem aldrei fer til útlanda? Telst hann ekki með? Hvar eiga ráðherrar að deila kjörum með honum? Í biðröðinni í Tryggingastofnun eða Bónus? Nægja kannski vinnustaðaheimsóknir á fjögurra ára fresti? Með allri virðingu fyrir ráðherrum okkar og þingmönnum þá held ég að það sé langt síðan þeir deildu kjörum með þjóðinni. Mér finnst skipta meira máli hvernig þeir greiða atkvæði þegar kosið er um breytingar á lögum um almannatryggingar en hvernig þeir ferðast um heiminn. En ég er líka svo ómórölsk að ég myndi þiggja far með einkaþotu ef mér byðist það því mér leiðist svo að hanga á flugvöllum.Það er einn kostur við kreppuna að maður hefur síður efni á því að ferðast og losnar við þá kvöl. Eða er ekki dagskipunin sú að sjá hið jákvæða við málið? Ég viðurkenni lesandi góður að þó að ég taki ávallt undir í Allt eins og blómstrið eina: Kom þú sæll, þá þú vilt, þá er eins með hann og kreppuna. Ég vona að hann komi alls ekki strax og helst ekki til mín og minna.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun