02.10.2044 Dr. Gunni skrifar 4. september 2008 05:45 Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480. Með því að blikka auga staðfesti ég greiðslu í rafheilabankanum mínum. Síðasta greiðslan - 17.285.079 krónur - rennur af reikningnum mínum. Ég andvarpa með söknuði. Nú eru dekurdagar mínir sem íslensks skuldara því miður á enda. Lánið, sem var 14,3 milljónir árið 2004, hefur í 40 ár verið ofdekrað af kærleiksríkum fingurgómum íslenska efnahagskerfisins. Verðbólguskotið 2017 setti vissulega strik í reikninginn, góðærisgósentíðin 2027-2029 sömuleiðis og ekki síst „Heimsendir" 2036, sem minna varð þó úr en fjölmiðlar höfðu spáð. Betur fór en á horfðist með stóra olíuskipsstrandið við Látrabjarg 2024, enda kom átak Samfylkingarinnar „‚Áfram áfram, virkjum restina" og stórsigur flokksins í kosningunum 2025 sér vel þegar allt kvikt í sjónum við landið var dautt. það hafði sem sé ýmislegt gengið á á landinu bláa á meðan ég samviskusamlega borgaði af láninu mínu. Allt það vesen, auk sífellt metnaðarfyllri verðbólgumarkmiða Þorsteins Davíðssonar, hafði látið lánið og afborganirnar hoppa og skoppa eins og kork-tappa í brimi. En nú var þetta loksins búið. Mér hafði tekist að eignast íbúðina. Ég, ævagamall maðurinn, handleik gulnuð A4-blöðin sem bankinn prentaði út fyrir mig daginn afdrifaríka 2004 þegar ég skrifaði upp á dekurmeðferðina. Á níu blaðsíðum var sundurliðun afborgana, en einhverra hluta vegna sendi bankinn útreikninginn frá sér án verðbóta og með núll prósent verðbólgu. Ekki skil ég til hvers bankinn var að prenta þetta út fyrir mig. Samkvæmt blöðunum átti síðasta afborgun að vera 62.613 kr. (en var sem áður segir 17.285.079 kr.) og heildargreiðslan átti að vera 30.052.436 kr. Reyndin varð allt önnur. Fyrir 14,3 milljóna lán hafði ég borgað í 480 greiðslum samtals einn og hálfan milljarð, fjórtán milljónir, 299 þúsund og 187 krónur. Af þessu var rúmlega milljarður æðisgengnar verðbætur, 489 milljónir fékk bankinn í vexti og svo fór restin í kostnað og fleira skemmtilegt dekur. „Skál!," segi ég við unglega Lufsuna og lyfti glasi af kolefnisjöfnuðu sjóvíni. „Fengum við aftur 75 þúsund í ellilífeyri um þessi mánaðamót?!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun
Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480. Með því að blikka auga staðfesti ég greiðslu í rafheilabankanum mínum. Síðasta greiðslan - 17.285.079 krónur - rennur af reikningnum mínum. Ég andvarpa með söknuði. Nú eru dekurdagar mínir sem íslensks skuldara því miður á enda. Lánið, sem var 14,3 milljónir árið 2004, hefur í 40 ár verið ofdekrað af kærleiksríkum fingurgómum íslenska efnahagskerfisins. Verðbólguskotið 2017 setti vissulega strik í reikninginn, góðærisgósentíðin 2027-2029 sömuleiðis og ekki síst „Heimsendir" 2036, sem minna varð þó úr en fjölmiðlar höfðu spáð. Betur fór en á horfðist með stóra olíuskipsstrandið við Látrabjarg 2024, enda kom átak Samfylkingarinnar „‚Áfram áfram, virkjum restina" og stórsigur flokksins í kosningunum 2025 sér vel þegar allt kvikt í sjónum við landið var dautt. það hafði sem sé ýmislegt gengið á á landinu bláa á meðan ég samviskusamlega borgaði af láninu mínu. Allt það vesen, auk sífellt metnaðarfyllri verðbólgumarkmiða Þorsteins Davíðssonar, hafði látið lánið og afborganirnar hoppa og skoppa eins og kork-tappa í brimi. En nú var þetta loksins búið. Mér hafði tekist að eignast íbúðina. Ég, ævagamall maðurinn, handleik gulnuð A4-blöðin sem bankinn prentaði út fyrir mig daginn afdrifaríka 2004 þegar ég skrifaði upp á dekurmeðferðina. Á níu blaðsíðum var sundurliðun afborgana, en einhverra hluta vegna sendi bankinn útreikninginn frá sér án verðbóta og með núll prósent verðbólgu. Ekki skil ég til hvers bankinn var að prenta þetta út fyrir mig. Samkvæmt blöðunum átti síðasta afborgun að vera 62.613 kr. (en var sem áður segir 17.285.079 kr.) og heildargreiðslan átti að vera 30.052.436 kr. Reyndin varð allt önnur. Fyrir 14,3 milljóna lán hafði ég borgað í 480 greiðslum samtals einn og hálfan milljarð, fjórtán milljónir, 299 þúsund og 187 krónur. Af þessu var rúmlega milljarður æðisgengnar verðbætur, 489 milljónir fékk bankinn í vexti og svo fór restin í kostnað og fleira skemmtilegt dekur. „Skál!," segi ég við unglega Lufsuna og lyfti glasi af kolefnisjöfnuðu sjóvíni. „Fengum við aftur 75 þúsund í ellilífeyri um þessi mánaðamót?!"
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun