Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu virðist í frjálsu falli þessa stundina en tunnan er komin niður fyrir 34 dollara á markaðinum í Bandaríkjunum. Er það 2 dollara lækkun frá verðinu í gærdag sem lækkaði einnig töluvert þann daginn.

Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni eru ört vaxandi olíubirgðir í heiminum ástæðan fyrir verðfallinu nú. Birgðaaukningin endurspeglar minnkandi framboð á olíu og það er aftur tilkomið vegna fjármálakreppunnar.

Samhliða þessu eru nokkur af ríkjunum innan OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja, farin að tala fyrir því að skera framleiðsluna enn frekar en þær 2,2 milljónir tunna sem ákveðnar voru á fundi samtakanna nýlega. En sérfræðingar eru vantrúaðir á að OPEC muni standa við þennan niðurskurð.

Olivier Jakob hjá Petromatrix segir í samtali við Bloomberg að olían haldi áfram að lækka í verði sökum minnkandi eftirspurnar og vaxandi olíubirgða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×