Viðskipti erlent

Framleiðendum parmesanosta bjargað úr fjármálakreppunni

Það eru fleiri en bílaframleiðendur og bankar sem hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni. Hið sama gildi um framleiðendur parmesanosta á Ítalíu. Stjórnvöld hafa gripið inn í málið svo að þessi heilagasta kú ítalsks landbúnaðar lifi af veturinn.

Samkvæmt frétt í Wall Street Journal um málið ætla ítölsk stjórnvöld að kaupa 100.000 heila parmesanosta af ostaframleiðendum landsins og greiða fyrir það 50 milljónir evra eða sem svarar til rúmlega 8 milljarða kr..

Ostarnir verða svo aftur gefnir til góðgerðarsamtaka.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ríkisstjórn Silvio Berlusconi grípur til aðgerða til að bjarga ostaiðnaði landsins. Fyrir skömmu keyptu stjórnvöld á Ítalíu 100.000 osta af tegundinni Gran Padano.

Verð á parmesan er mjög hátt á heimsvísu og vegna fjármálakreppunnar og blankehita almennings á Vesturlöndunum hefur dregið verulega úr eftirspurn eftir þessum eðalosti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×