Viðskipti erlent

Sölu á Kaupþing Lux að ljúka

Fjármálaráðherrann í Luxemburg hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á Kaupþing í Lúxemburg til hóps fjárfesta frá Arabalöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni í Luxemburg sem Reuters fréttastofan vísar til í dag.

Salan er einnig háð samþykki belgískra stjórnvalda og lánadrottna bankans, segir ríkisstjórnin í Luxemburg. Þá kemur jafnframt fram að ríkisstjórn Luxemburg, Belgíu og lánadrottnar muni jafnframt leggja bankanum til fé þannig að hann geti starfað áfram.

Ákvörðun um yfirtöku á Kaupþing í Luxemburg átti að liggja fyrir fyrr í desember en var frestað af tæknilegum orsökum, segja belgísk stjórnvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×